Erlent

Friðargæsluliðar útveguðu uppreisnarmönnum vopn í Kongó

Samkvæmt upplýsingum sem fréttastöðin BBC hefur aflað sér útveguðu friðargæsluliðar í Lýðveldinu Kongó uppreisnarmönnum þar í té vopn og vistir í skiptum fyrir gull og fílabein.

Sameinuðu þjóðirnar reyndu að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar yrðu opinberar. Um er að ræða friðargæsluliða frá Indlandi og Pakistan en um 17.000 friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna eru nú í Kongó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×