Innlent

Enginn rökstuðningur fyrir 3% takmörkum

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að úrskurður Samkeppniseftirlitsins um eignarhald Orkuveitunnar á REI gangi lengra en hann hafi gert ráð fyrir. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Orkuveitan megi aðeins eiga þrjú prósent af heildarhlutafé í Hitaveitu Suðurnesja

Hjörleifur Kvaran segist hafa gert ráð fyrir þeirri niðurstöðu að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 30% hlut í félaginu. Hann hafi hins vegar ekki gert ráð fyrir því að eignatakmörk yrðu sett þetta neðarlega „Ég skil ekki hvers vegna þeir setja mörkin við 3%. Það er enginn rökstuðningur í kringum það," segir Hjörleifur.

Hjörleifur segir að ekki sé búið að ákveða hvað gert verði í framhaldinu. „Þetta var bara að koma í dag og við höfum fjórar vikur til að ákveða hvort að þetta verði borið undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og svo dómstóla ef svo ber undir," segir Hjörleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×