Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að lemja mann með glerflösku

Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðulands-eystra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri í sumar.

Maðurinn sló annan mann í höfuðið með glerflösku þannig að hann féll niður við höggið og lenti á kantsteini með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og eymsli í brjóstrhrygg.

Maðurinn játaði árásina en sagði að skömmu fyrir árásin hefði kærasta besta vinar mannsins barið unnustu hans. Dómurinn segir hinsvegar að árás ákærða verði ekki réttlætt með þessu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×