Erlent

Minnst sjö látnir eftir snjóflóð í Kanada

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hluti af kanadísku Klettafjöllunum.
Hluti af kanadísku Klettafjöllunum. MYND/CBC

Að minnsta kosti sjö manns eru látnir eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði í Klettafjöllunum í Kanada í gærkvöldi. Sjömenningarnir voru í hópi að minnsta kosti átta manns sem voru á snjósleðaferðalagi í þeim hluta fjallgarðsins sem liggur um Bresku-Kólumbíu.

Kanadíska lögreglan leitaði þess sem upp á vantar með aðstoð hunda og þyrlna fram á nótt en ekkert hefur til hans spurst enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×