Innlent

Kaupþing og Glitnir sameinast hugsanlega

Kaupþing og Glitnir gætu runnið í eina sæng á nýju ári. Hversu mörgum verður sagt upp eða hvort útibúum verður lokað, er enn óljóst. Uppsagnir lykistjórnenda Kaupþings tengjast nýjum áherslum.

Gera má ráð fyrir að tíma taki að kynnast eins stórum banka og Kaupþing er. Nú eru hins vegar helstu stjórnendur allir farnir og þó nóg sé eftir af góðu fólki, má gera ráð fyrir að millistjórnendur hafi haft betri yfirsýn en aðrir.

Finnur segir uppsagnirnar ekki vera í tengslum við 100 milljarða króna millfærslu úr bankanum sem fréttastofan hefur greint frá eða að kergja hafi verið á milli nýja bankastjórans og eldri stjórnenda eins og heimildir okkar segja. Nú séu hins vegar nýir tímar sem þýði nýir stjórnendur og nýjar áherslur. Og nýju áherslurnar eru m.a. þær að Kaupþing sameinist Glitni.

Hvenær nákvæmlega þetta gerist á nýju ári er ekki ljóst. Heimildir fréttastofu herma að enn séu starfsmenn bankanna allt of margir og von sé á uppsögnin á næstu mánuðum. Finnur getur ekki staðfest þetta en þar sem gera megi ráð fyrir fækkun banka, megi einnig gera ráð fyrir fækkun starfsfólks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×