Lífið

Barnabarn Palin þénar vel á frægð ömmu sinnar

Það er hægt að þéna ágætlega á því að vera barnabarn Söruh Palin.
Það er hægt að þéna ágætlega á því að vera barnabarn Söruh Palin.

Tímaritið People ætlar að greiða Bristol Palin, dóttur Söruh Palin fyrrverandi varaforsetaefnis í Bandaríkjunum, og kærastanum hennar, Levi Johnston litla 300 þúsund bandaríkjadali, sem samsvarar um 37 milljónum íslenskra króna, fyrir myndir af nýfæddum syni þeirra sem fékk nafnið Tripp.

Það vakti mikla athygli þegar upp komst í miðri baráttunni um lyklavöldin í Hvíta húsinu að Sarah, sem er íhaldssamur repúblikani, ætti von á barnabarni. Dóttir hennar er einungis 18 ára gömul.

Ætla má að áhuginn á myndunum sé ekki síst kominn til vegna skörulegrar framgöngu ömmunnar í kosningabaráttunni í haust. Hún vakti jafnan athygli fyrir fegurð og óaðfinnanlegan fatastíl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.