Innlent

Fær skaðabætur vegna óréttmætrar handtöku

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni skaðabætur fyrir óréttmæta handtöku. Maðurinn var grunaður um að tengjast tilraun til þess að selja falsaða bankaávísun. Hann var handtekinn vegna málsins en eftir rannsókn lögreglu þótti ekki ástæða til að ákæra manninn. Maðurinn krafðist skaðabóta vegna handtökunnar og var honum dæmdar 200 þúsund krónur í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×