Innlent

Segja samgönguyfirvöld vinna gegn Sundagöngum

MYND/GVA

Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar gagnrýnir að samgönguyfirvöld skuli vinna gegn Sundagöngum, miklu hagsmunamáli landsmanna allra, á meðan þrenn jarðgöng á landsbyggðinni séu sett á framkvæmdaáætlun.

Ráðið fundaði í dag og ræddi meðal annars breytingar á samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010. Tekið er undir gagnrýni samgöngustjóra Reykjavíkurborgar varðandi Sundagöng og þá lýsir ráðið yfir vonbrigðum sínum með að ekki sé í viðauka orðið við óskum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjármagn til að greiða fyrir almenningssamgöngum og öðrum umhverfisvænum ferðamáta innan höfuðborgarsvæðisins.

„Æskilegt hefði verið að erindi Alþingis hefði borist fyrr svo Umhverfis- og samgönguráði hefði gefist tími til að fjalla um málið á fundi. Því mælist Umhverfis- og samgönguráð eindregið til að framvegis berist erindi af þessu tagi borginni fyrr," segir í bókun umhverfis- og samgönguráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×