Innlent

Ísafjörður vinnur að aðgerðaáætlun

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Ísafjarðarbæjar hefur bæst í hóp sveitarfélaga sem vinna að aðgerðaáætlun vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Ísland gengur nú í gegnum.

,,Sveitarfélög sinna grunnþjónustu við íbúana, þjónustu sem er aldrei mikilvægari en við núverandi aðstæður. Vinna er í gangi á skóla- og fjölskyldusviði þar sem verið er að undirbúa verkefni starfsfólks Ísafjarðarbæjar í samvinnu við önnur stoðkerfi samfélagsins til að gera grunnþjónustuna enn sýnilegri og auka upplýsingagjöf við þær aðstæður sem nú ríkja," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæ, í tilkynningu.

Halldór hefur rætt við oddvita framboðanna sem mynda bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og eru þeir allir sammála að hans sögn um að vinna að málum sem einn maður og láta meiri- og minnihlutaumræðurnar sem mest til hliðar.

,,Ég hef fulla trú á að það gangi enda er það í anda þess að við erfiðar aðstæður þurfa allir að standa saman að aðgerðum," segir Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×