Innlent

Ísland kynnt sem ódýr áfangastaður á CNN

MYND/Ferðalangur

Fjallað var um Ísland sem ódýran ferðamannastað á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Þar var bent á að fjármálakreppan hefði leitt til þess að íslenska krónan hefði hrunið, mörgum ferðamönnum til mikillar ánægju.

Þrátt fyrir að landið sé að verða fórnarlamb lausafjárkreppunnar þá segi forsvarsmenn ferðaþjónustunnar að allt starfi eðlilega hér á landi. Rætt er við Sigrúnu Sigurðardóttu hjá Ferðamálastofu sem segir að vonast sé til að ferðamenn frá aðalmarkaðssvæðum Íslands streymi hingað áfram. Þeir komi með gjaldeyri sem Íslendingar þurfi sárlega á að halda núna.

CNN bendir á að bandaríska stórblaðið USA Today hafi valið Ísland meðal fimm bestu og ódýstu áfangastaðanna. Það hafi verið í ágúst, áður en gengi krónunnar hafi hrunið. Nú sé hægt að fá ódýr fargjöld frá Boston og Lundúnum.

Rætt er við vegfaranda í miðbænum segir slæmt umtal í Danmörku og Bretlandi hafa áhrif á þjóðina en hún vilji að ferðamenn heimsæki landið og sjái að ástandið sé ekki svo slæmt. 

CNN bendir mikinn vöxt ferðaþjónustunnar á síðustu árum og að nærri 550 þúsund manns hafi komið hingað í fyrra. Kreppan skelli hins vegar á þegar aðalaferðamannatíminn sé að líða undir lok. Ferðamálastofa hyggist vinna í málinu með því að auglýsa Ísland betur vestan hafs og leggja meira fé í landkynningu þannig að Ísland verði tilbúið þegar heimurinn jafni sig á efnahagskreppunni.

Hægt er að sjá umfjöllun CNN hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×