Innlent

Eyðilögðu fólksbíl

Skemmdarvargar eyðilögðu í nótt fólksbíl, sem eigandinn hafði orðið að skilja eftir bensínlausan á mótum Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar í gærkvöldi.

Þeir brutu allar rúður, stungu á hjólbarða og dælduðu bílinn allann hringinn þannig að hann er talinn ónýtur. Skemmdarvargarnir eru ófundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×