Á heimasíðu Arsenal er staðfest að félagið hafi gengið frá samningum við miðjumanninn Samir Nasri frá Marseille.
Nasri er tvítugur vængmaður og var með Frökkum á Evrópumótinu þar sem hann afrekaði það meðal annars að vera settur inn sem varamaður og tekinn síðan aftur af velli.
Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn í frönsku deildinni og leikmaður ársins hjá Marseille. Hann skrifaði undir samning til fjögurra ára.