Innlent

Ótímabært að hafna eða samþykkja vinningstillögu LHÍ

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ótímabært að hafna eða samþykkja vinningstillögu að byggingu nýs Listaháskóla við Laugaveg. Í sama streng tekur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Borgarstjóri fullyrðir að hún verði ekki samþykkt í skipulagsráði óbreytt.

Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur formann skipulagsráðs í dag. Gísli Marteinn Baldursson situr einnig í ráðinu fyrir Sjálfstæðisflokksinn og í samtali við fréttastofu íd ag sagði hann ekkert geta sagt um það á þessari stundu hvernig hann muni greiða atkvæði fyrst þurfi hann að skoða tillöguna eftir að hún kemur inn á borð skipulagsráðs.

Í sama streng tekur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir sem er varaformaður Skipulagsráðs en hún situr þar fyrir F-lista og óháða. Hún segir ótímabært að segja á þessari stundu hvort ráðið samþykki vinningstillöguna eða ekki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×