Innlent

Ekki ríkisstjórninni að þakka

SB skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala. Segir fjölgun þinglýstra kaupsamninga ekki tilkominn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala. Segir fjölgun þinglýstra kaupsamninga ekki tilkominn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala, segir tvöföldun þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu miðað við síðustu viku ekki ráðstöfun ríkisstjórnarinnar að þakka.

"Nei, það held ég ekki. Það tekur tíma fyrir svona breytingar að ganga í gegn og hafa áhrif á markaðinn. Þetta er ekki afleiðing af þessari ráðstöfun ríkisstjórnarinnar."

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldaðist á milli vikna. Í vikunni 20.-26. júní voru samningarnir 62 en í seinustu viku nam fjöldi þeirra 33.

"Þessa viku þegar 33 samningar voru þinglýstir var hreinlega botninum náð. Salan gerist varla minni og í raun merkið það að markaðurinn sé stopp. Svo verður að athuga að sala er alltaf minni í júní og júlí - sumarleyfismánuðina."

Ingibjörg segir þá 66 kaupsamninga sem þinglýstir voru í þessari viku heldur ekki mikla veltu. "Þetta eru alltof fáir samningar til að markaðurinn teljist eðlilegur. Það mun taka tíma að koma hjólunum af stað. En ég bind vonir við að niðurfelling stimpilgjölda fyrsta júlí og breytingar á brunabótamati og hækkun hámarskláns Íbúðalánasjóðs muni örva markaðinn. "








Fleiri fréttir

Sjá meira


×