Innlent

Samið í flugumferðarstjóradeilu

Samkomulag hefur náðst í deilu flugumferðarstjóra og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins og gerðist það rétt í þessu. Verið er að ganga frá henni samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ríkissáttasemjara.

Fundur hefur staðið frá því klukkan tíu í gærmorgun. Vinnustöðvanir sem flugumferðarstjórar höfðu boðað hófust klukkan sjö í morgun klukkan og stóð til að sú fyrsta stæði til ellefu. Nítján í viðbót höfðu verið boðaðar næsta mánuðinn en ekki liggur fyrir hvort búið sé að aflýsa vinnustöðvuninni.

Þegar rætt var við starfsfólk Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar rétt fyrir átta fengust þau tíðindi að fjöldi farþega væri samankominn í flugstöðinni og biðu menn átekta.

Tvær vélar fara í loftið hverja klukkustund sem vinnustöðvunin stendur og hefur að minnsta kosti einu flugi til Kaupmannahafnar verið aflýst en önnur færð til. Á því tímabili sem vinnustöðvunin stendur liggur allt innanlandsflug niðri og engin flugvél erlendis frá mun lenda hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×