Innlent

Slæmt að fámenn stétt geti valdið svo mörgum óvissu og tjóni

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda telur slæmt að svo fámenn og vellaunuð stétt sem flugumferðastjórar eru geti valdið svo mikilli óvissu og tjóni á meðal fjölda fólks með því að beita verkfallsrétti sínum.

Það sé hins vegar farsælt að verkfallið hafi staðið svo stutt yfir en engu að síður hefði verkfallsboðunin og hið stutta verkfall valdið mikilli óvissu, óþægindum og jafnvel tjóni á meðal fólks.

„Réttur neytenda var lítill sem enginn,“ sagði Gísli og bendir á að eina sem stjórnvöld, flugfélögin eða félag flugumferðastjóra gátu sagt við fólk væri að fylgjast náið með. Ríkið hafi verið í erfiðri stöðu og því fyrirtækin og neytendur lent á milli steins og sleggju.

,,Ég hef ýmsar hugmyndir um hvernig þetta gæti verið leyst öðruvísi, svo sem að flugumferðastjórar hefðu takmarkaðan verkfallsrétt eða myndu heyra undir kjararáð eins og fleiri ríkisstarfsmenn," sagði Gísli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×