Innlent

Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum eytt á næstu misserum

MYND/Pjetur

Gert er ráð fyrir að heildarábyrgð á þjónustu við aldraða verði færð til sveitarfélaga eigi síðar en á árinu 2012 og að fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði eytt á næstu misserum.

Þetta er meðal áhersluatriða sem félags- og tryggingamálaráðherra hyggst vinna að í framhaldi af vinnu ráðgjafahóps ráðherra í málefnum aldraðra. Dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum fyrir aldraða verður einnig fjölgað á næstu misserum og greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af.

Auk þessa eiga aldraðir að fá stuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu til að geta dvalið sem lengst á eigin heimili, almannatryggingakerfið verður einfaldað og réttindi aldraðra verða betur skilgreind.

„Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unnið að gerð tímasettrar áætlunar um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og verulegri fækkun fjölbýla. Áætlunin verður kynnt innan tíðar," segir í tilkynningu á vef félags- tryggingamálaráðuneytisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×