Innlent

Ók á börnin á Lækjartorgi

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun varð umferðaróhapp í Lækjargötunni. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á veggnum sem settur hefur verið upp utan um brunarústirnar á horni Lækjargötu og Austurstrætis.

Lögregla kom á vettvang og er maðurinn grunaður um ölvun. Vitni að atburðinum segir að maðurinn hafi komið á ofsahraða niður Bankastrætið, farið yfir Lækjargötuna, hafnað á steyptum staur og skollið síðan á veggnum. Þó nokkrar skemmdir urðu á veggnum sem nú um stundir er skreyttur myndum af leikskólabörnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×