Innlent

Erill í miðborginni og eldur í Álfsnesi

Eldur kom upp í sorpi í Sorpu á Álfsnesi.
Eldur kom upp í sorpi í Sorpu á Álfsnesi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt, að sögn vakthafandi varðstjóra. Borgarbúar nutu mikillar veðurblíðu og var margt um manninn í miðbænum enda komið fram á þann tíma að margir eru í sumarfríi. Nokkuð var um ölvun og háreysti að sögn lögreglu, tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn gisti fangageymslur.

Þá kviknaði í sorpi á athafnasvæði Sorpu í Álfsnesi milli klukkan 3 og 4 í nótt og var slökkvilið enn á staðnum klukkan sex í morgun að sögn varðstjóra á slökkvistöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×