Innlent

Margir sækja um í HR

Svafa Grönfeldt er rektor HR.
Svafa Grönfeldt er rektor HR.

Mikil eftirspurn er eftir að komast í nám í Háskólanum í Reykjavík. Alls sóttu rúmlega 2200 manns um skólavist við skólann fyrir næsta skólaár. Aldrei fyrr hafa jafnmargir sóst eftir því að stunda nám við skólann. Í fyrra voru umsækjendur í fyrsta sinn í sögu skólans yfir 2000. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR.

Þessi mikla ásókn í skólann þýðir að rétt um 40% umsækjenda hljóta inngöngu. Umsækjendum fjölgaði í allar deildir skólans nema viðskiptadeild. Þar er nær sami fjöldi umsókna og á síðasta ári eða tæplega 800.

Mest fjölgaði umsóknum í tölvunarfræðideild eða um rúm 30%. Í kennslufræði- og lýðheilsudeild fjölgaði umsóknum um tæp 30%, í tækni- og verkfræðideild og í lagadeild fjölgaði umsóknum um 10%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×