Innlent

Lítilsháttar auking á skjálftavirkninni í Ölfusi

Skjálftavirknin í Ölfusi hefur aukist lítillega síðustu klukkutímanna. Tveir skjálftar upp á 3 á richter hafa fundist. Annnar þeirra rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi undir Ingólfsfjalli. Hinn varð rúmlega hálf tvö í nótt við enda Kross-sprungunnar.

Aðrir skjálftar hafa verið minni en á annan tug þeirra hafa orðið um 6-7 km austur af Selfossi, þeir stærstu í kringum 2 á richter. Ekki er um verulega breytingu á skjálftavirkninni að ræða en áfram er fylgst með framvindu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×