Innlent

Tveir lögreglumenn skallaðir á Akureyri í nótt

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt. MYND/Guðmundur

Tveir lögreglumenn voru skallaðir á Akureyri í nótt en mikil ölvun var í miðbæ Akureyrar og þó nokkur erill hjá lögreglunni.

Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan veitingastað um þrjú leytið. Þar hafið ungur maður verið laminn í andlitið og er talið að hann sé nefbrotinn. Meintur árásarmaður var handtekinn. Hann gistir fangageymslur en þar sem hann var talsvert ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna hefur enn ekki reynst unnt að yfirheyra hann.

Hópslagsmál brutust út fyrir utan annan veitingastað í bænum í nótt. Tveir lögreglumenn voru skallaðir þegar þeir reyndu að skakka leikinn. Þeir fóru á slysadeild til skoðunar en meiðsl þeirra reyndust ekki mikil. Gott veður var í bænum í nótt og því mikið um fólk. Í morgunsárið handtók svo lögreglan karlmann sem lét ófriðlega og reyndi að komast inn í bíla. Hann var handtekinn og gistir nú fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×