Innlent

Þórunn ekki lengur andófsmaður

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagðist í október vera andófsmaður innan ríkisstjórnarinnar.

Þórunn vildi ekki ræða við fréttmann Stöðvar 2 um þingflokksfund Samfylkingarinnar sem haldinn var á þriðjudaginn þegar hann náði tali af henni í Grasagarðinum í gær. Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að skiptar skoðanir um umhverfis- og virkjanamál voru á fundinum.

Þegar fréttamaður spurði Þórunni af því hvort hún væri að verða undir í ríkisstjórninni sagði Þórunn: ,,Það er ég svo sannarlega ekki."

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði á vefsíðu sinni 14. október 2007 að sér þætti orð Þórunnar á umhverfisþinginu vera athyglisverð.

Í pallborðsumræðum var rætt um neikvæðan blæ sem umhverfisverndarfólk hafi fengið því það væri kallað andófsmenn og umræðan þyrfti að breytast.

"Þórunn sagðist hins vegar vera þessu ósammála, - hún teldi sig hiklaust vera andófsmann og það allt eins innan ríkisstjórnarinnar. Hún kvaðst vera stolt af því," skrifar Ómar.

Skrif Ómars Ragnarssonar má sjá hér.










Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir á þingflokksfundi Samfylkingarinnar

Skiptar skoðanir voru á þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær að beiðni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Þórunn fór fram á að þingflokkurinn hittist og fundaði um yfirlýsingar ráðherra flokksins varðandi fyrirhuguð álver.

Þórunn flýr undan sjónvarpsvélum

Samfylkingin er í úlfakreppu vegna klofnings í afstöðunni til stóriðjuuppbyggingar. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flýr ítrekað undan sjónvarpsvélum þegar reynt er að spyrja hana hversvegna hún kallaði eftir aukafundi þingflokksins um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×