Innlent

Bréfið til Guðmundar ekki rætt í stjórn OR

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn Orkuveitunnar.
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn Orkuveitunnar.

Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar segir að ákvörun um fá lögmann til þess að senda Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, bréf þar sem hann er krafinn um að skila gögnum hafi ekki verið rædd í stjórn fyrirtækisins.

Vísir hefur hins vegar heilmildir fyrir því að Kjartan Magnússon, stjórnarformaður OR hafi greint stjórnarmönnum frá því að fyrirhugað væri að senda bréfið.

Þar er Guðmundur krafinn um gögn sem hann er sagður hafa tekið ófrjásri hendi. Guðmundur hafnar því og hefur sjálfur leitað til lögfræðings vegna málsins.

Hann lýsir furðu á því að bréfið hafi verið sent og segir að Hjörleifur Kvaran forstjóri hafi ekki haft frumkvæði að því.

Varðandi frumkvæðið segir Sigrún Elsa: 

,,Ég geri ráð fyrir að Hjörleifur og Kjartan hafi haft þetta á sinni könnu,"










Tengdar fréttir

Kjartan fékk lögfræðing í mál Guðmundar

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, leitaði til Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, eftir að hafa ítrekað beðið Guðmund Þóroddsson, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, um að skila gögnum af stjórnarfundum.

Tjáir sig ekki um hugsanlega lögsókn Guðmundar

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, treysti sér ekki til þess að tjá sig um hugsanlega lögsókn Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, á hendur Rúv. Hann segist ekki hafa séð fréttina þar sem Guðmundur var sakaður um að hafa tekið trúnaðargögn ófrjálsri hendi þegar hann hætti sem forstjóri og neitað að skila þeim.

Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað.

Íhugar málsókn gegn RÚV

Guðmundur Þóroddsson íhugar málsókn gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins í kjölfar fréttar þar sem gefið var í skyn að hann hafi tekið skjöl Orkuveitunnar ófrjálsri hendi. Guðmundur lýsir furðu á einhliða fréttaflutningi fréttastofunnar þar sem engin tilraun hafi verið gerð til að bera efni fréttarinnar undir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðmundi.

Tók trúnaðargögn og farinn í frí

Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi.

"Telur þetta sín prívat gögn"

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir Guðmund Þóroddsson hafa álitið gögnin sem hann tók með sér þegar hann hætti störfum sín eigin. Jeppinn sé að mati Guðmundur hluti af 12 mánaða starfslokasamningi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×