Innlent

Á fundi með norrænum starfsbræðrum

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr í dag árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag sem að þessu sinni fer fram í Göta Kanal í Svíþjóð.

Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og gestgjafinn Frederik Reinfeldt.

Meðal þess sem rætt verður á fundinum er framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu auk málefna sem snerta Evrópusambandið, eins og segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×