Innlent

Slógu tennur úr manni á réttardansleik

Lögreglan á Selfossi var kölluð til á réttadansleik í Árnesi aðfaranótt laugardags en til slagsmála kom eftir dansleikinn.

Þar var ungur maður var sleginn hnefahögg í andlitið svo tvær tennur brotnuðu. Tveir menn voru handteknir grunaðir um verknaðinn og voru þeir yfirheyrðir á lögreglustöð. Þeir viðurkenndu báðir að hafa slegið til mannsins en töldu árásarþolann hafa lagt sitt af mörkum með því að eiga upptökin að átökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×