Innlent

Ágúst ákvað að hætta í biblíuskólanum

Ágúst Magnússon.
Ágúst Magnússon.

Ágúst Magnússon, dæmdur kynferðisbrotamaður, ákvað að snúa ekki aftur til Uppsala í Svíþjóð eftir að Vísir greindi frá námsdvöl hans þar. Þetta staðfesti Staffan Moberg skólastjóri biblíuskólans í samtali við Vísi. Ágúst hefur verið í námi við biblíuskóla Livets Ord undanfarið en sneri heim í stutt leyfi fyrir fáeinum dögum.

Vísir hefur að undanförnu fjallað um málefni Ágústar, en hann var dæmdur fyrir brot gegn fimm drengjum og var á reynslulausn. Auk þeirra hefur hann viðurkennt að hafa brotið gegn átta öðrum. Hvorki yfirvöld í Uppsala né samnemendur í Livets Ord vissu af bakgrunni Ágústar fyrr en Vísir hóf að fjalla um málið. Í kjölfarið fjallaði sænska pressan um hann. „Í ljósi aðstæðna hefur Ágúst ákveðið að stunda ekki áframhaldandi nám við skólann," sagði Staffan í samtali við Vísi.

Í DV í dag er haft eftir Ívari Jóhanni Halldórssyni, föður Tönju Rósar, 18 ára gamallar stúlku sem stundar nám við Livets Ord, að Ágústi hafi verið meinað að stunda nám þar. Staffan sagði hins vegar í samtali við Vísi að Ágúst hefði tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. Hann hefði ekki verið rekinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×