Innlent

Samningafundur hjá ljósmæðrum að hefjast

Ljósmæður hitta samninganefnd ríkisins á fundi klukkan eitt. Næsta verkfall ljósmæðra hefst á miðnætti annað kvöld ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma.

Þegar hafa tvö tveggja daga verkföll skollið á en verkfallið á morgun verður degi lengra. Lítið hefur miðað í samningsátt á þeim fundum sem hafa átt sér stað en ljósmæður standa fast á kröfum sínum um tuttugu og fimm prósenta launaleiðréttingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×