Innlent

Tvær bílveltur á Suðurnesjunum

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar hann ók á ljósastaur við Reykjanesbraut á Stapa í gærkvöldi.

Staurinn brotnaði niður og bíllinn þeyttist stórskemmdur út fyrir veg þar sem hann nam loks staðar. Þetta var þar sem þrengingin hefst og segist ökumaður ekki hafa áttað sig á henni í tæka tíð.

Þá valt bíll á Grindavíkurvegi á sjöunda tímanum í morgun en ökumaður, sem var einn í honum slapp lítið meiddur. Hann missti stjórn á bílnum þegar hann reyndi að sveigja framhjá fugli á veginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×