Innlent

Heildarafli jókst í nýliðnum ágústmánuði

Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um sex prósent það sem af er ár ef mið er tekið af föstu verði.

Þó reyndist aflinn í nýliðnum ágústmánuði nærri níu prósentum meiri á föstu verði en í sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Aflinn nam alls 142 þúsund tonnum í ágúst í ár en hann var tæp 90 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra.

Botnfiskafli dróst saman um 2.300 tonn á milli ára. Munar þar mestu um ýsu og þorskafla sem dróst saman um um rúm fimm þúsund tonn en á móti jókst ufsaafli í ágúst. Þá jókst uppsjávarafli um 50 þúsund tonn á milli ára og nam 104 þúsund tonnum í ágúst síðastliðnum og var að stærstum hluta síld og makríll.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×