Innlent

Tveir handteknir vegna innbrota á Bolungarvík

MYND/Vilmundur

Lögregla á Vestfjörðum handtók á fimmtudaginn tvo menn vegna gruns um aðild að innbrotum í fjölmargar bifreiðar og íbúðarhús í Bolungarvík aðfaranótt fimmtudagsins.

Fram kom í tilkynningu lögreglunnar í síðustu viku að farið hefði verið inn í sex bifreiðar og þaðan ýmsum verðmætum stolið og skemmdir unnar á hluta bílanna. Þá fóru menn inn í tvö hús þessa nótt en hlupu á bortt þegar húsráðendur urðu þeirra varir.

Í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum í dag kemur fram að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeim hefur nú verið sleppt. Hluti þýfisins er fundinn en lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×