Innlent

Fáfnismenn fluttir af Frakkastíg

Fáfnisheimilið stóð við Frakkastíg. Skilti merkt klúbbnum hefur verið fjarlægt.
Fáfnisheimilið stóð við Frakkastíg. Skilti merkt klúbbnum hefur verið fjarlægt.

Félagsmenn í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa flutt félagsheimili sitt úr húsnæðinu við Frakkastíg. Þetta staðfestir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Vísi.

Björgólfsfeðgar keyptu húsið fyrir um það bil ári síðan, en Fáfnismenn voru með leigusamning við fyrri eiganda. Leigusamningnum var sagt upp fljótlega eftir að þeir keyptu húsið og vélhjólaklúbburinn flutti aðsetur sín um síðustu mánaðamót. „No comment," sagði Jón Trausti Lúthersson, einn Fáfnismanna, þegar Vísir spurði hann hvar klúbburinn hygðist starfa í framtíðinni.

Greint var frá því í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi, að Fáfnir hefði stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Margir félagar þeirra hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisbrot.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×