Innlent

Meintir síbrotamenn ákærðir

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag voru þingfestar ákærur gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir afbrotahrinu í Reykjavík.

Alls eru um 33 mismunandi brot að ræða. Öll voru framin á þessu ári nema tvö sem framin voru í desember í fyrra.

Á meðal þess sem mennirnir eru báðir ákærðir fyrir er gripdeild í Húsasmiðjunni við Skútuvog, þjófnaður í Bónus við Smáraorg og innbrot í vinnuskúr Ístaks í Öskujuhlið.

Þá er mennirnir einnig ákærðir fyrir fjársvik með því að hafa framvísað kredikorti annars manns í söluturnum víðs vegar um Breiðholt.

Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir brot sem þeir frömdu í sitt hvoru lagi. Þar með talið þjófnaðarbrot, fíkniefnarbrot, nytjastuld og umferðarlagabrot.

Annar mannana hefur þegar hafið afplánun vegna annara brota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×