Innlent

Vöruskiptahallinn um 33 milljarða á fyrri helmingi ársins

MYND/GVA

Vöruskiptahallinn við útlönd reyndist 900 milljónir króna í júní samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag.

Fluttar voru út vörur fyrir 38,3 milljarða króna en inn fyrir 39,2 milljarða. Vöruskiptahallinn á fyrri hluta árs samkvæmt þessu er því tæpir orðinn 33 milljarðar. Til samanburðar var vöruskiptahallinn rúmur 41 milljarður á fyrri helmingi síðasta árs.

Verulega hefur dregið vöruskiptahallanum síðustu tvo mánuði, það er maí og júní, en þá reyndist hallinn samtals 1,4 milljarðar króna samanborið við rúma 30 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×