Innlent

Gagnrýna hafnfirskan vatnssölusamning

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem eru þar í minnihluta, gagnrýna nýgerðan vatnssölusamning bæjarins við fyrirtækið Glacier World til 25 ára.

Í bókun bæjarfulltrúa flokksins kemur fram að bærinn selur fyrirtækinu vatn á umtalsvert lægra verði en bæjarbúum. Reiknast þeim til að verðið sé allt að helmingi lægra en bæjarbúar þurfa að greiða fyrir sitt vatn. Við afgreiðslu í bæjarstjórn greiddu Sjálfstæðismenn atkvæði gegn samningnum og fulltrúar Vinstri grænna sátu hjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×