Innlent

Hættulegur kafli á Suðurlandsvegi ómerktur

MYND/E.Ól

Drjúgur spölur af hættulegasta vegarkafla Suðurlandsvegar, á milli Hveragerðis og Selfoss, er ómerktur og þar vantar auk þess hliðarstikur eftir að vegarkaflinn frá Kögunarhóli og niður undir Selfoss var malbikaður fyrir hálfum mánuði.

Ökumenn segja stórhættulegt að aka veginn í myrkri og slæmu skyggni, því allt renni út í eitt vegna skorts á mið- og hliðarlínum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur lögreglan á Selfossi ítrekað kvartað yfir þessu við Vegagerðina sem mun hafa borið því við að vegurinn verði ekki merktur fyrr en búið er að ganga frá vegöxlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×