Erlent

Norskir bílasalar hagræða ástandsskýrslum til að auka sölu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessum fáki myndu einhverjir bílasalar í Sogni ef til vill lýsa sem glænýjum Volkswagen í toppstandi.
Þessum fáki myndu einhverjir bílasalar í Sogni ef til vill lýsa sem glænýjum Volkswagen í toppstandi. MYND/Craigslist.org

Minnstur samdráttur hefur orðið í sölu notaðra bíla í Sogni og Fjarðafylki í Noregi þegar tekið er mið af öllu landinu. Salan dróst saman um tæp 20 prósent síðasta árið en sé litið til sölu notaðra bíla í Noregi öllum mælist samdrátturinn 33 og hálft prósent.

Norska ríkisútvarpið hefur það eftir heimildamanni innan bílgreinasambandsins þar í landi að skýringin sé ekki flókin. Bílasalarnir í Sogni séu einfaldlega svo óprúttnir að skýrslur um ástand bílanna séu ekki pappírsins virði sem þær eru skrifaðar á og töluvert sé um að fjöður sé dregin yfir galla og bilanir.

Þar af leiðandi séu kaupendur notaðra bíla í fylkinu oftar en ekki að kaupa köttinn í sekknum og nú liggi fjöldamargar lögsóknir í loftinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×