Innlent

Yfirfull fangelsi

Fangelsi landsins eru yfirfull og hafa fangelsisyfirvöld neyðst til að vista fanga á lögreglustöðvum og tvímennt er í um tíu klefum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur verið skoðað hvort hægt sé að vista fanga í gámum.

Fangelsi landsins rúma ekki lengur á álagstímum alla þá sem dæmdir eru til afplánunar í landinu, og þegar margir eru gripnir á nokkrum dögum fyrir tilraun til að koma ólöglega inn í landið og dæmdir til fangelsunar, springa fangelsin einfaldlega undan fjöldanum.

Þá hefur verið gripið til þess ráðs að vista fanga t.d. í fangageymslum lögreglunnar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Þarna er bæði um að ræða einangrunarfanga og þá sem eru að afplána stutta dóma og þannig sitja nú tveir af sér 30 daga dóma á Suðurnesjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×