Innlent

Heitavatnslaust í austari hluta Grafarholts

Fyrir stundu varð vart við bilun á heitavatnsæð í Grafarholtshverfi skammt frá Ingunnarskóla. Búið er að loka fyrir vatnsstreymið en það veldur því að austari hluti Grafarholts er heitavatnslaus eftir því sem segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur.

Hafist verður handa við viðgerð strax og aðstæður leyfa en búast má við að heitt vatn verði ekki komið á fyrr en undir kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×