Innlent

Til greina kemur að fylgjast með myndavélaupptökum

Sævar Ingi Jónsson deilarstjóri umferðareftirlits Vegagerðarinnar segir eftirlitið hafa hugleitt að skoða upptökur frá bensínstöðum til að koma í veg fyrir að litað bensín sé notað á óleyfilegan hátt.

Sölutölur á lituðu bensíni á útsölustöðum sýna aukningu. ,,Sér í lagi þar sem dælt er allt að 80 lítrum. Það segir okkur að væntanlega er um fólksbíla að ræða sem um leið segir okkur ákveðna sögu," segir Sævar. Litað bensín er mun ódýrara en hefðbundið.

Eftirlitið leitar sífellt leiða til að koma í veg fyrir misnotkun. ,,Það hefur komið til umræðu að skoða upptökur frá bensínstöðunum," segir Sævar Ingi. Eigi að nota myndavélarnar til að fylgjast með óleyfilegum kaupum á lituðu bensíni þarf það að fara í gegnum ferli í samráði við Persónuvernd og þarf beiðni að berast frá Ríkisskattstjóra. ,,Við vinnum í umboði Ríkisskattstjóra og hann fer með málið. Þetta hefur ekki enn komið til framkvæmda," segir Sævar Ingi.

Dælur með lituðu bensíni eru staðsettar á fjölda bensínafgreiðslustaða. ,,Við höfum verið að auka eftirlit með dælum og nokkrir verið teknir þannig," segir Sævar Ingi.


Tengdar fréttir

Eigendur fólksbíla leita í litaða olíu

Sævar Ingi Jónsson deilarstjóri umferðareftirlits Vegagerðarinnar segir að meira sé selt af litaðri olíu en fyrir ári. „Sölutölur á útsölustöðum sýna aukningu. Sér í lagi þar sem dælt er allt að 80 lítrum. Það segir okkur að væntanlega er um fólksbíla að ræða sem um leið segir okkur ákveðna sögu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×