Innlent

Byko kvartar undan Litaveri til Neytendastofu

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik ehf. sem á meðal annars og rekur Byko.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik ehf. sem á meðal annars og rekur Byko.

Vísir hefur undir höndunum bréf til Neytendastofu þar sem kvartað er undan opinberum ásökunum Litavers á hendur Byko vegna viðskiptaskilmála. Telur Byko að ásakanir Péturs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Litvers, á hendur fyrirtækisins um breytt fyrirkomulag á greiðslufresti vegna reikninga bæði rangar og tilhæfulausar. Vísar fyrirtækið í lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Segir orðrétt í bréfinu að „[...]Ljóst er að tilefnislausar dylgjur, svo og aðrar ómálefnalegar og óígrundaðar yfirlýsingar í fjölmiðlum, um önnur fyrirtæki í atvinnurekstri, falla hér undir," og er þar átt við lög um óréttmæta viðskiptahætti.

„Þetta leggst mjög vel í mig," svaraði Pétur Guðmundsson þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá honum vegna kvörtunarinnar. „Það sem þeir eru að kvarta undan er með ólíkindum og miðað við lögin sem er vísað í hef ég ekkert að óttast. Ég var einfaldlega að segja sannleikann og hef fullan rétt til þess."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×