Innlent

Varðskipið Ægir 40 ára í dag

MYND/Guðmundur St. Valdimarsson

Varðskipið Ægir er 40 ára í dag en þennan dag árið 1968 kom það til landsins.

Skipið lék stórt hlutverk í þorskastríðunum þegar barist var fyrir 50 og 200 mílna landhelginni. Ægir var meðal annars fyrst íslenskra varðskipa til að beita togvíraklippum á landhelgisbrjót en það var þann 5. september árið 1972 þegar klippt var á togvíra bresks togara.

Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968 og það þjónar enn Landhelgisgæslunni með sóma eins og segir í tilkynningu frá henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×