Innlent

Nokkur samdráttur afla það sem af er ári

Heildarafli íslenskra skipa fyrstu fimm mánuði ársins hefur dregist saman um nærri sex prósent það sem af er þessu ári í samanburði við fyrstu fimm mánuði síðasta árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Þar kemur einnig fram að aflinn í nýliðnum maí, metinn á föstu verði, hafi reynst nærri átta prósentum minni en í maí í fyrra. Alls veiddust 98 þúsund tonn í maí síðastliðnum en þau voru 142 þúsund í fyrra og munar um minna.

Þannig dróst botnfiskafli saman um 6.500 tonn og var samdráttur í þorskafla um helmingur þess. Uppsjávaraflinn reyndist svo 49 þúsund tonn og dróst saman um nærri 40 þúsund tonn milli ára. Munar þar langmest um minni kolmunnaafla sem reyndist 37 þúsund tonnum minni í maí í ár en í sama mánuði í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×