Innlent

Matsferli hafið vegna álvers á Bakka

Tómas Már Sigurðsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
Tómas Már Sigurðsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

Hafið er matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík. Til skoðunar er bygging álvers með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu. Alcoa er framkvæmdaraðili verksins.

Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst í stuttu máli og með hvaða hætti framkvæmdin samræmist skipulagi svæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×