Innlent

Vill hefja aðildarviðræður um inngöngu í ESB

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segist vilja að Ísland hefji sem fyrst aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið.

Hann gefur sér að viðræðuferlið taki þrjú til fjögur ár og raunhæft sé að taka afstöðu til aðildar eftir næstu þingkosningar.

Að mati Halldórs hefur umræðan í langan tíma einkennst af trúarhita einstaklinga sem eru með eða á móti aðild Íslands að ESB ,,Það eru alltaf fullyrðingar settar fram sem ekki er hægt að svara nema eitthvað klárt liggi fyrir," segir Halldór. Hann telur að aðildarviðræður muni leiða í ljós hvaða kostir standi Íslandi til boða.

Halldór segir að hann hafi alltaf verið opinn fyrir aðild en hann slái marga varnagla. ,,Það getur vel verið að ég segi nei þegar ég sé hvað kemur út úr viðræðunum. En ég get ekki sagt nei eða já þegar þetta liggur ekki klárt fyrir," segir Halldór.

Halldór telur að innan Sjálfstæðisflokksins séu einhverjir sem eru honum sammála á meðan að aðrir eru það ekki. ,,Það er fegurðin við Sjálfstæðisflokkinn. Það er í lagi að skoðanir séu skiptar um einstök mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×