Innlent

Landsliðið á leið á EM í bridds

Landsliðið í bridds hefur æft af kappi fyrir Evrópumótið.
Landsliðið í bridds hefur æft af kappi fyrir Evrópumótið.

Íslenska landsliðið Í bridds hefur í morgun þátttöku á Evrópumótinu í bænum Pau í Frakklandi þar sem það keppir í opnum flokki.

Liðið er skipað þeim Aðalsteini Jörgensen, Bjarna H. Einarssyni, Jóni Baldurssyni, Steinari Jónssyni, Sverri Ármannssyni og Þorláki Jónsssyni. Björn Eysteinsson er fyrirliði liðsins. Mótið stendur í tvær vikur en það er jafnframt undankeppni fyrir heimsmeistarmót sem verður haldið í Brasilíu á næsta ári. Sex efstu sætin á Evrópumótinu gefa rétt til þátttöku á næsta heimsmeistaramóti.

Ítalir eru núverandi Evrópumeistarar en Íslendingar hafa verið meðal 10 bestu þjóða Evrópu um langt árabil og hefur íslensku liði einu sinni áður tekist að komast í úrslit heimsmeistaramóts. Það var árið 1991 en þá hreppti íslenska liðið heimsmeistaratitil í Yokohama og hlaut að launum hina frægu Bermúdaskál. Í liðinu í dag eru þrír liðsmenn úr heimsmeistaraliðinu frá Yokohama auk fyrirliðans eftir því sem segir í tilkynningu.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í beinum útsendingum frá Evrópumótinu og hefjast þær á sunnudaginn 15. júní. Sjá má aðgang að útsendingunum á heimasíðu Bridssambandsins: www.bridge.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×