Innlent

Frakkinn ekki grunaður um brot hér á landi

Engar vísbendingar eru um að Frakkinn, sem handtekinn var í miðbænum í vikunni vegna gruns um að hann hafi dregið að sér 24 milljónir í heimalandi sínu, hafi gerst sekur um fjársvik þann tíma sem hann hefur verið hér á landi.

Þau meintu brot sem hann er eftirlýstur fyrir munu öll hafa átt sér stað þegar hann var búsettur í Frakklandi. Hann er meðal annars grunaður um að hafa með tölvusvikum dregið að sér um 24 milljónir frá ýmsum fyrirtækjum í Frakklandi.

Frönsk yfirvöld hafa farið fram á að maðurinn verði framseldur en íslensk stjórnvöld eiga eftir að taka afstöðu til þeirrar kröfu. Þau mál eru nú í ferli hjá dómsmálaráðuneytinu.

Frakkinn verður hins vegar í gæsluvarðhaldi þangað til að niðurstaða fæst í þau mál.

Um ein vika leið frá því að alþjóðadeild ríkislögreglustjóra komst að því að hinn eftirlýsti Frakki væri hér á landi þar til hann var handtekinn. Hann hafði þá verið búsettur hér í meira en tvö ár á flótta undan löngum armi laganna í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×