Innlent

Malbikað á Miklubraut

Á morgun verða malbikunarframkvæmdir á Miklubraut, Skútuvogi og Sægörðum með tilheyrandi töfum á umferð.

Á Miklubraut verður kaflinn frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, báðar norður akreinar (akstursstefna til vesturs) lokaður frá kl. 8.00 og fram yfir hádegi vegna malbikunar. Strætisvögnum verður beint um hjáleiðir.

Skútuvogur frá Holtavegi að Kleppsmýrarvegi verður fræstur. Þrengingar og stuttar lokanir frá kl. 7.00 og að hádegi.

Þá verða Sægarðar á kaflanum frá Sæbraut að Vatnagörðum fræstur. Þrengingar og stuttar lokanir frá hádegi og fram á miðjan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×