Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir árás og hótanir gegn lögreglu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás og hótanir í garð lögreglumanna.

Maðurinn sparkaði í bakið og fætur lögreglumanns í anddyri Sjallans á Akureyri á Þorláksmessu í fyrra og á leið á lögreglustöð hrækti hann í andlit annars lögreglumanns. Þá hótaði hann lögreglumönnunum tveimur og einum til viðbótar líkamsmeiðingum og lífláti.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi og tók fram að sér hefði engin alvara verið með orðum sínum. Lýsti hann iðrun vegna brotanna og var þetta virt þegar tekin var ákvörðun um refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×