Erlent

Flugræninginn var fyllibytta

Maður sem ætlaði að ræna tyrkneskri farþegaflugfél í morgun reyndist óvopnaður og sauðölvaður.

Vélin var á leið frá tyrkneska ferðamannabænum Antalya til Sankti Pétursborgar í Rússlandi með 164 farþega innanborðs, flesta rússneska. Í tyrkneskum fjölmiðlum er eftir forstjóra Turkish Airlines að maðurinn hafi sent miða til flugstjórans þar sem hann skipaði honum að hleypa honum inn í flugstjórnarklefann, að öðrum kosti myndi hann sprengja sprengju sem hann hefði meðferðis.

Flugmaðurinn neitaði, og í kjölfarið yfirbuguðu aðrir farþegar manninn. Hann reyndist vopnlaus og drukkinn. Vélin lenti síðar heilu og höldnu í Sankti Pétursborg.

Flugrán eru algeng í Tyrklandi þar sem fjöldi uppreisnarhópa starfar. Flest enda þau án manntjóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×